Sorglegur atburður

Skráði mig hér á bloggið til að hin hlið sögunnar komi líka fram.

Ég er, já eða var, eigandi Parísar sem réðst að litla hundinum henni Emmu. Þetta er sorglegt slys og harma ég það af öllu mínu hjarta. Emma litla gerði ekkert til að ögra Parísi minni en ég verð samt að koma því fram að París var ekki brjálaður, grimmur hundur. Þvert á móti. Ég var búin að eiga hana síðan vorið 2005 og þetta var einn blíðasti hundur sem ég hef þekkt.  Hún var börnunum mínum góður félagi og meira að segja "passaði" hún þá sem komu að líta eftir yngsta syni mínum sem er rétt orðinn eins árs. Ef viðkomandi var að gefa honum að borða eða skipta á honum, kom hún og fylgdist með og passaði að allt færi rétt fram. Hún elskaði okkur eins og við elskuðum hana og erum við ekki síður sorgmædd yfir þessum atburði og aðrir. Ég tók sjálf þá ákvörðun að láta aflífa hana og ég þarf varla að taka það fram að það var ein af erfiðari ákvörðunum sem ég hef tekið á æfi minni. Ég tók þá ákvörðun að láta taka af lífi einn af fjölskyldunni. Ég og drengirnir mínir sátum hjá henni á meðan hún tók síðustu andardrættina og feldurinn hennar drakk í sig þau tár sem féllu. 

Nú er svo komið að 12 ára sonur minn er að lenda í því í skólanum að skólafélagar hans eru að útlista því við hann að það sé nú gott að þessi brjálaði hundur sé dauður. Ég þarf ekki að velta því lengi fyrir mér hvaðan þeir hafa þessi orð og sjá það held ég allir. Þess vegna langar mig að biðja fullorðna fólkið að fara varlega þegar svona mál eru rædd á heimilum, því ungviðið heyrir oft meira heldur en gott er, og bera það áfram. 

Parísin mín var ljúfur hundur, einn sá ljúfasti. Ég fékk hana þegar hún var rúmlega eins árs og veit ekki hvernig uppeldi hún hefur fengið en hjá okkur leið henni vel sem og okkur leið vel með henni.

Jóhanna
mbl.is „Sorg á heimilinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Voðalega er þetta sorglegt allt saman.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.3.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: Jóhanna Kristín

Já það má víst satt segja.......... En vona bara að fólk taki mark á þessu og hætti að útlista Parísi mína sem morðóðan og brjálaðan hund........... það þykir okkur mjög miður..........

Jóhanna Kristín, 2.3.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhanna Kristín

Höfundur

Jóhanna Kristín
Jóhanna Kristín

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband