Tími til kominn!!

Tími til kominn að þessi útgjaldaliður samfélagsins sé skoðaður. Vona að í kjölfarið verði einnig skoðaðir "öryrkjar", og er ég þá að sjálfsögðu að meina fólk sem vinnur svart en er á örorkubótum, og einnig verktakar sem endalaust virðast geta bara fengið nýjar kennitölur þegar skattaskuldin er orðin of há á þeirri gömlu. Þessir þrír þættir vega örugglega stórt í fjárhag Íslands og eins og ég er öll af vilja gerð að borga til samfélagsins mína skatta, þykir mér sárt að þurfa að borga fyrir þá sem svindla. Ég vill ekki borga fyrir manneskju sem þiggur bætur (sem ég borga með mínum sköttum) og er svo kannski með full laun annars staðar. Vona að engin misskilji mig, því ég VILL borga mína skatta og skyldur og VILL borga til þeirra sem ekki hafa atvinnu eða geta ekki stundað atvinnu vegna veikinda en ég VILL EKKI borga til þeirra sem svindla á kerfinu. Rennið í gegn um huga ykkar................. er ekki einhver sem þið þekkið sem hefur eða er að svindla á kerfinu??
mbl.is Bæturnar misnotaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltof mikið af þessu í kerfinu, en það er bara eins og það megi ekki tala um það. Fólk verður reitt ef talað er um að skoða svindl á örorkubótunum.

En svindlið þar er rosalegt og það þarf að skera það niður, því það sem aðstandendur raunverulegra öryrkja þurfa að fatta, á meðan misnotkunin svona mikið er mjög erfitt að bjóða þeim sem eiga erfitt sómasamlegar bætur.

Ingvar Linnet (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 09:31

2 Smámynd: Bó

Sammála þér Ingvar.

, 1.5.2009 kl. 09:35

3 identicon

Godan daginn hedan fra DK. Svo vitt eg veit, meiga oryrkjar stunda vinnu/thena extra upp ad akvednu marki, an thess ad borga  ad skatta?!?! Eins og their sem eru i vinnu, og fara svo i ad selja eitthvad, Herbaliv, fatnad , og fleira, their meiga lika thena akvedna uppæd a ari an thess ad borga skatt. Eda hef eg missklid eitthvad??? Her i DK er oryrkjum leyft ad thena adeins extra....væri nu gaman ad fa thetta a hreint..ef einhver veit thetta?? Ekki thad eg se oryrki...ekki enn allavega....en mig langar ad vita thetta??

Gudrun Berg (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 09:51

4 identicon

Ég heyrði af fólki sem fór erlendis og eru á bótum. Fær fólk hér heima til að stimpla sig inn á netinu. Fólk þarf ekki lengur að mæta á staðin, það stimplar sig inn á netinu.

harpa (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 09:51

5 identicon

Það eru ófáir Íslendingar sem að þyggja bætur frá íslenska ríkinu sem að búa í Danmörku, til dæmis. Það þykir mér ótrúlegt, vægast satt. Svo vogar þetta lið að kvarta yfir því að bæturnar séu ekki nógu háar. 

Sem vinnandi einstaklingur sem varla hefur í sig og á, þá er það hrein móðgun við mig að fólk geti þegið pening sem ég bögglast við að borga í ríkiskassann og það svo hangið erlendis í bjórþambi og lúxus. Ég viðurkenni að ég er nú að vitna í tilfelli sem ég veit af persónulega og er ekki að alhæfa um alla, en það klárlega vantar eftirlit með fleiru en fjárhagsstofunum hér á landi.

linda (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 10:01

6 identicon

Helduru virkilega að það sé einhver lúxus í því að lifa á 140.þ í Danmörku t.d. þessa dagana. Mér fist það líka skrítið að ef fólk fer erlendis í atvinnuleit að það eigi ekki rétt á atvinnuleysisbótum á meðan það hefur yfirleitt borgað í sama samtryggingarsjóð og allir hinir til fjölda ára. Það er eins og að allir séu stymplaðir aumingjar kerfissugur þegar fólk er einungis að reyna að bjarg a eigin skinni. Fólk þarf að fara aðeins varlega í því að alhæfa svona, ég veit það fyrir mína parta að ég myndi gera allt sem ég þyrfti að gera til þess að hafa ofan í fjölskylduna og á

David (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 10:14

7 identicon

Það má leita að vinnu í örðu EES landi í samráði við Vinnumálastofnun Sé gengið frá því löglega hér heima áður er hægt að vera á atvinnuleysisbótum í 3 mánuði erlendis ef mig minnir réttheld ég. Endilega fyrir þá sem vilja leita fyrir sér erlendis hafið samband við Vinnumálstofnun þar er meiri réttur sem fólk á en margur grunnar. Ég persónulega hef miklu meiri áhyggjur af þeim sem geta ekki staðið í skilum með meðlögin sín hér á landi vegna ósanngirni ríkisins að hafa tekið skattaafsláttinn af  heldur en af nokkrum einstaklingum sem fara ekki réttu leiðina til að koma sér og sínum fyrir erlendis til að tryggja fjöldskyldu sinni framtíð sem telst boðleg í Vesturheimi. Í Danmörku sem eitt lítið dæmi um velferð fær meðlagsgreiðandi um 30% endurgreitt strax  í gegnum skattkortið sitt.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

P.S. Stöndum saman nærumst ekki á óförum annara þó viðkomandi grípí til örþrífaráða að yfirgefa landið til að tryggja sinni fjöldskyldu lífsviðurværi sem ekki er til staðar á Íslandi fyrir allt of marga í dag.

Þar sem við erum gjaldþrota þjóð  í dag og taldir vera ómagar heimsins hjá ótrúlega mörgum þjóðum skullum við fara varlega að dæma eða ofsækja okkar eigin landa.

B.N. (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 10:18

8 identicon

VILL hvað? Það heitir ég vil en ekki ég vill. Skammastín.

Tóti (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 11:22

9 Smámynd: GunniS

ha já, það mætti bara halda að það væri atvinnulausum og öryrkjum að kenna að ísland er orðið skudaðasta land í heimi, eða er það kannski útrásarvíkingunum að kenna. en auðvitað er það stærra mál þó nokkrir svindli á atvinnuleysisbótakerfinu , heldur en að setja eitt stykki þjóð á nærr á hausinn og sjá til að hún verði skuldum vafin í allavega mannsaldur ef ekki lengur. svo ekki sé talað um að atvinnulífið er frosið í dag.

GunniS, 2.5.2009 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhanna Kristín

Höfundur

Jóhanna Kristín
Jóhanna Kristín

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband