Allt fullt!!

Rosalega leiðinlegt að lesa svona fréttir því þá fer maður að hugsa um dómskerfið hér í heildina. Fyrir utan alltof væga dóma er fer hugsunin mest í þá átt að það eru ekki bara fangageymslurnar sem eru fullar, heldur einnig fangelsi landsmanna. Það er ömurlegt til þess að hugsa að hér þarf fólk að bíða langtímunum saman eftir að dómur er fallinn þar til afplánun hefst. Sumir af þessum dæmdu afbrotamönnum eru jafnvel komnir með góða vinnu, maka og jafnvel börn þegar til þess kemur að þeir þurfi að hefja afplánun. Þegar svo er má segja að dómurinn hafi þyngst töluvert þegar þarf að hætta í góðri vinnu og yfirgefa fjölskyldu sína í mánuði eða ár. Best væri fyrir alla aðila ef afplánun hæfist jafnskjótt og dómur félli. En það er víst ekki hægt hér á Íslandi því biðlistar virðast vera í tísku og þeir eru langir hjá Fangelsismálastofnun.

Þá kem ég að aðalmálinu og spurningu minni hér. Af hverju ekki að taka upp ökklabönd?? Það er litið á háan upphafskostnað en þegar upp er staðið þá myndi kostnaður minnka stórkostlega á þessum stóra útgjaldalið þjóðarinnar.Am minnsta kosti ökklaböd fyrir minni háttar afbrotamenn sem ekki eru taldir að brjóta af sér aftur. Geta þeir ekki alveg eins verið heima hjá sér og horft á sitt túbusjónvarp þar eins og nýju flatskjáina sum staðar??

Tek það fram að að sjálfsögðu er ég ekki að segja með þessu bloggi mínu að afbrotamenn ættu ekki að taka út sinn dóm.......... alls ekki. Þeir sem brjóta af sér  eiga aðtaka út sína refsingu. Ég er aðeins að spá í hagræðingu í kostnaði og réttlæti sem jú allir vilja þiggja.......  :)


mbl.is Fangageymslur fullar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhanna Kristín

Höfundur

Jóhanna Kristín
Jóhanna Kristín

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband